Hann segir markaðinn fyrir sýningar­hald hafa breyst og að við­burða­haldarar þurfi ein­fald­lega að að­laga sig breyttum að­stæðum.

„Það er eins og það þurfi eitt­hvað meira til að fá fólk til að kaupa miða. Fólk virðist vera að kaupa miðana sína seinna og er þar að auki orðið við­kvæmara fyrir miða­verðinu.“

Hann segir að þegar Co­vid byrjaði hafi verið mikil ó­vissa um allan heim um það hvernig fram­tíð við­burða myndi vera og þá sér­stak­lega hvort við­skipta­vinir myndu skila miðum sínum eða ekki.

„Meiri­hluti hélt miðunum sínum og fór bara á seinni sýningar, sem var mjög já­kvætt. Það gaf öllum von um að við myndum koma sterk til baka eftir Co­vid,“ segir Ís­leifur og bætir við að fyrri helming seinasta árs hafa komið sprengja í við­burða­haldi sem mun lík­lega ekki sjást aftur.

„Þá voru allir tón­leikar, allar uppi­stands­sýningar, öll af­mæli, allar árs­há­tíðir og það gæti líka vel verið að fólk sé að jafna sig eftir þá sprengju. Við erum kannski bara að upp­lifa eftir­köst af seinustu þremur árum og eigum enn eftir að sjá jafn­vægi,“ segir Ís­leifur.