Hann segir markaðinn fyrir sýningarhald hafa breyst og að viðburðahaldarar þurfi einfaldlega að aðlaga sig breyttum aðstæðum.
„Það er eins og það þurfi eitthvað meira til að fá fólk til að kaupa miða. Fólk virðist vera að kaupa miðana sína seinna og er þar að auki orðið viðkvæmara fyrir miðaverðinu.“
Hann segir að þegar Covid byrjaði hafi verið mikil óvissa um allan heim um það hvernig framtíð viðburða myndi vera og þá sérstaklega hvort viðskiptavinir myndu skila miðum sínum eða ekki.
„Meirihluti hélt miðunum sínum og fór bara á seinni sýningar, sem var mjög jákvætt. Það gaf öllum von um að við myndum koma sterk til baka eftir Covid,“ segir Ísleifur og bætir við að fyrri helming seinasta árs hafa komið sprengja í viðburðahaldi sem mun líklega ekki sjást aftur.
„Þá voru allir tónleikar, allar uppistandssýningar, öll afmæli, allar árshátíðir og það gæti líka vel verið að fólk sé að jafna sig eftir þá sprengju. Við erum kannski bara að upplifa eftirköst af seinustu þremur árum og eigum enn eftir að sjá jafnvægi,“ segir Ísleifur.