Fjármálaeftirlitið hefur lagt 14,6 milljóna króna sekt á bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisið Eaton Vance.

Sektin er hluti af sátt á milli FME og Eaton Vance en fyrirtækið viðurkennir að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið fyrirfarast að tilkynna um breytingu á verulegum hlu atkvæðisréttar innan lögboðinna tímamarka. Um er að ræða viðskipti í Regin, TM, Sjóvá, N1 og VÍS sem áttu sér stað á árunum 2017 og 2018.

Í tilkynningu um sáttina kemur fram að við ákvörðun sektarfjárhæðar í máli þessu hafi Fjármálaeftirlitið litið til mikilvægis flöggunartilkynninga en þeim er ætlað að treysta gagnsæi fjármálamarkaðarins með því að upplýsa um breytingar á verulegum hlut atkvæðisréttar í útgefendum. Flöggunartilkynningar stuðli að vitneskju um hverjir það eru sem ráða verulegum atkvæðisrétti í útgefandanum og eru líklegir til að hafa áhrif á stjórnun þeirra.