Innlent

Flytja seinna að heiman en í nágrannalöndum

Á Íslandi flytja konur fyrr úr foreldrahúsum en karlar, eins og í Evrópu allri.

Fasteignaverð hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Fréttablaðið/Vilhelm

Fimmtungur fólks á aldrinum 25-29 ára bjó í foreldrahúsum árið 2016. Þá hefur hlutfall ungra kvenna í foreldra húsum aukist frá því það var lægst árið 2005. 

Hlutfallið á Íslandi var áttunda lægsta af þátttökulöndum lífskjararannsóknarinnar en meira en tvöfalt hærra en á hinum Norðurlöndunum sem röðuðu sér í fjögur lægstu sætin.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Í Danmörku bjuggu tæp fimm prósent fólks á aldrinum 25-29 ára í foreldrahúsum, 6 prósent í Finnlandi og 9 prósent í Svíþjóð og Noregi. Meðaltal innan Evrópusambandsins var 38,6 prósent en hæst reyndist hlutfallið í Króatíu þar sem það var 74,5 prósent.

Sé hlutfallinu á Íslandi skipt eftir kyni má sjá að 24,8 prósent karla á aldursbilinu bjuggu í foreldrahúsum árið 2016 og 15,6 prósent kvenna.

Þegar litið er á aldurshópinn 20-29 ára reyndust 34,4 prósent kvenna og 44,1 prósent karla búa í foreldrahúsum árið 2016.

„Þegar þróunin er skoðuð frá upphafi lífskjararannsóknarinnar, árið 2004, sést að hlutfall ungra kvenna í foreldrahúsum hefur aukist síðan það var lægst árið 2005 (23,0 prósent). Hlutfall ungra karla í foreldrahúsum hefur nokkurn veginn staðið í stað á sama tímabili,“ segir í frétt Hagstofunnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Innlent

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Innlent

Í samstarf við risa?

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Auglýsing