Flutningar Eimskips verða fyrir áhrifum af innrás Rússa í Úkraínu en þau eru ekki veruleg. Þetta segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í viðtali við sjónvarpsþátt Markaðarins sem frumsýndur verður í kvöld klukkan sjö á Hringbraut.

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér að neðan.

Hann nefnir að Eimskip reki frystiflutningaskip sem sigli upp og niður norsku ströndina sem hafði tengingu við Múrmansk í Rússlandi. Það hafi verið töluverð viðskipti á milli Norðmanna og Rússa, sérstaklega með fisk. Auk þess hafi stríðið haft einhver áhrif í Færeyjum. Færeyskur laxi hafi farið í miklu mæli til Rússlands og Hvíta-Rússlands. Sá fiskur verði í verði seldur annað. „Ég veit að Færeyingar eru á fullu að vinna í því. Við bindum vonir við að hann verði áfram í okkar kerfum,“ segir Vilhelm Már.

Hann bendir á íslenskar útgerðir hafi sömuleiðis selt mikið til Hvíta-Rússlands og Úkraínu. „Þeir markaðir eru tímabundið í óvissu.“