Í nýjum kjara­­samningi sem samninga­­nefndir Fé­lags ís­­lenskra at­vinnu­flug­manna (FÍA) og Icelandair undir­­­rituðu í gær er gert ráð fyrir að flug­­menn, sem fljúga til Banda­­ríkjanna, muni fljúga aftur heim með sömu vél ef flug­­ferðirnar eru ekki lengri en svo að þeir verði komnir heim sam­­dægurs. Flug­mennirnir tækju hvíldar­tímann út hér heima eftir að hafa flogið fram og til baka. Hingað til hefur ný á­höfn Icelandair tekið við þotunni úti og flogið henni heim á meðan sú sem flaug út tekur sér hvíldar­­tíma. Mögu­legum á­fanga­stöðum Icelandair myndi fjölga til muna ef flug­menn sam­þykkja samninginn.

Einnig er kveðið á um að hvíldar­tími flug­manna sem fljúga til vestur­strandar Banda­ríkjanna styttist úr tveimur dögum í einn. Jón Þór Þor­valds­son, formaður FÍA, stað­festi í sam­tali við Frétta­blaðið að þetta væri á meðal þess sem finna mætti í nýju samningunum. Turisti.is greindi fyrst frá. At­kvæða­greiðsla meðal fé­lags­manna FÍA um nýja samninginn hófst í gær eins og Frétta­blaðið greindi frá en flug­menn fá form­lega kynningu á honum frá fé­laginu eftir helgi. At­kvæða­greiðslunni líkur næsta föstu­dag.


Breytingarnar fela meðal annars í sér aukinn sveigjan­leika fyrir Icelandair sem gæti þá að öllum líkindum stuðst við að­eins eina á­höfn í einu í flugi sínu til Boston, sem er ein sú borg sem fyrir­tækið flýgur hve oftast til. Flugið þangað tekur á bilinu fimm til fimm og hálfa klukku­stund og ætti því að vera ger­legt að fljúga þangað snemma um morguninn og lenda aftur á Ís­landi sam­dægurs. Flug­menn tækju þá út hvíldar­tíma sinn á Ís­landi en ekki úti í Boston. „Þetta er eitt af því sem við gefum eftir. Við tökum lengri vinnudaga, svona eins og við höfum gert í leiguflugi,“ segir Jón Þór.

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Fréttablaðið/Anton Brink

Flestar brott­farir Icelandair til Banda­ríkjanna og Kanada er þó seinni­partinn á ís­lenskum tíma eins og staðan er núna og er ó­lík­legt að þær myndu breytast. Þannig telst hæpið að hægt væri að fljúga til New York eða Tor­onto og aftur til Ís­lands á sama degi því flugið eina leið tekur um sex klukku­stundir.


Hins vegar gæti Icelandair hafið flug til fleiri borga á austur­strönd Ameríku, til dæmis Mont­real, St. John's og fleiri staða í Kanada, sem væru líklega innan þessa tíma­ramma. Einnig gæti fé­lagið skoðað fleiri á­fanga­staði innan Evrópu, til dæmis til Moskvu og Rómar, án þess að flug­menn tækju hvíld sína þar úti.


Ljóst er að mikill sparnaður myndi felast í þessu fyrir Icelandair samþykki flugmenn samninginn. Fé­lagið myndi þá spara hótel­kostnað fyrir á­höfnina og dag­peninga og þyrfti ekki að gera ráð fyrir annarri á­höfn sem tæki við vélinni úti.