Fé­lag ís­lenskra at­vinnu­flug­manna (FÍA) boðaði vinnu­stöðvun þann 22. októ­ber síðast­liðinn vegna flug­manna sem starfa hjá Air Iceland Connect. Þetta kemur fram á vef ríkis­sátta­semjara. Yfirvinnubannið verður ótímabundið og hefst að óbreyttu þann 1. nóvember næstkomandi.

Þar kemur fram að vinnu­stöðvunin feli í sér yfirvnnu­bann meðal allra flug­manna Air Iceland Connect, en þeir eru allir fé­lags­menn í FÍA. Yfir­vinnu­bannið nær til allra verk­efna flug­manna fyrir fé­lagið sem teljast til yfir­vinnu.

Þannig fellur niður vinna sam­kvæmt tveimur á­kvæðum kjara­samnings aðila; annars vegar um heimild fé­lagsins til að kaupa vinnu af flug­manni á frí­degi og hins vegar til að kaupa við­bótar vakt­tíma af flug­manni á vinnu­degi.

Vinnu­stöðvunin er ó­tíma­bundin og mun hún hefjast klukkan 00:01 föstu­daginn 1. nóvember, eins og áður segir. Á kjör­skrá voru fjörutíu fé­lags­menn FÍA. 34 þeirra greiddu at­kvæði. Já sögðu 32 eða 94,12%. Einn greiddi at­kvæði gegn vinnu­stöðvun og einn seðill var auður eða ó­gildur.