Flug­fé­lagið Virgin At­lantic hefur óskað eftir gjald­þrota­með­ferð í Banda­ríkjunum í kjöl­far gríðar­legs taps af völdum Co­vid-19 far­aldursins. Fé­lagið hefur óskað eftir vernd frá kröfu­höfum sínum á grund­velli 15. kafla banda­rískra gjald­þrota­laga.

Að­eins ör­fáir mánuðir eru síðan Virgin Austra­li­a lýsti yfir gjald­þroti en far­aldurinn hefur haft mikil á­hrif á stöðu fé­lagsins.

Fé­lagið hefur nú þegar sagt upp yfir þrjú þúsund starfs­mönnum og lokað bæki­stöðvum sínum til að draga úr kostnaði. Þá hófust flug­ferðir hjá fé­laginu að nýju síðast­liðinn júlí við litlar undir­tektir við­skipta­vina.

Neitað um ríkis­að­stoð

Virgin At­lantic hafði áður sótt um að hljóta að­stoð yfir­valda í Bret­landi vegna fjár­hags­erfið­leika fyrir­tækisins en um­sókninni var hafnað.

For­stjóri fyrir­tækisins, Richard Brandon, bauðst á sínum tíma til að veð­setja hús­næði sitt á Karabísku eyjunni Necker í skiptum fyrir fjár­mögnun fé­lagsins. Hann hafði áður greint frá því að sjóðir flug­fé­lagsins yrðu upp­urnir í septem­ber.