Á­ætlunar­flug milli Reykja­víkur og Húsa­víkur verður ekki ríkis­styrkt ef það leggst síðan af en að því er kemur fram í svar sam­göngu- og sveita­stjórnar­ráð­herra við fyrir­spurn þing­konunnar Önnu Kol­brúnar Árna­dóttur er það þar sem annar flutnings­máti getur tryggt ó­rofna þjónustu.

Anna Kol­brún lagði inn fyrir­spurnina í lok maí síðast­liðnum en þar óskaði hún eftir rök­stuðningi fyrir því af hverju á­ætlunar­flug til Húsa­víkur væri ekki ríkis­styrkt með sam­bæri­legum hætti og þekkist um flesta aðra á­fanga­staði og spurði hvort gert væri ráð fyrir því að Þing­eyingar og aðrir þeir sem notast við Húsa­víkur­flug­völl fari um Akur­eyrar­flug­völl.

Í sam­tali við Frétta­blaðið í júní vísaði hún til þess að Icelandair, sem flýgur til Reykja­víkur, Ísa­fjarðar, Egils­staða, Vest­manna­eyja og Akur­eyrar, njóti ríkis­á­byrgðar en eina flug­fé­lagið sem flýgur til Húsa­víkur er flug­fé­lagið Ernir. „Það er nánast hægt að halda því fram að Icelandair sé að skapa sér yfir­burða­stöðu í sam­keppni um innan­lands­flug,“ sagði hún.

Í svari ráð­herra við fyrir­spurninni kemur fram að ríkinu sé heimilt að styrkja flug­leið ef ekki er tryggt að annars konar flutnings­máti geti tryggt ó­rofna þjónustu að minnsta kosti tvisvar á dag sam­kvæmt reglu­gerð Evrópu­þingsins.

Það sé aftur á móti ekki staðan þar sem al­mennings­sam­göngur milli Húsa­víkur og Akur­eyrar eru þrisvar á dag með al­mennings­vögnum á virkum dögum og tvisvar á dag á sunnu­dögum. Frá Akur­eyri er síðan á­ætlunar­flug til Reykja­víkur þrisvar til fimm sinnum á dag.

„Sam­kvæmt fyrr­greindum reglum Evrópu­þingsins og með hlið­sjón af nú­verandi al­mennings­sam­göngum til og frá Húsa­vík fellur Húsa­vík ekki undir þá skil­greiningu að njóta ríkis­styrkja í innan­lands­flugi,“ segir í svarinu.