Flug­fé­lagið Ernir hefur gert sam­komu­lag við inn­viða­ráðu­neytið um flug til Eyja þrisvar sinnum í viku. Tvö þeirra verða á þriðju­dögum og eitt á föstu­dögum. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Erni.

Ný á­ætlun tekur gildi í upp­hafi nýs árs en í kringum há­tíðirnar verður flugið með öðrum hætti. Fyrsta flugið verður næsta föstu­dag og kemur fram í til­kynningunni að sam­komu­laginu sé ætlað að greiða fyrir betri sam­göngum til og frá eyjunni yfir vetrar­tímann en að ekki sé enn sem komið er hægt að hefja aftur flug þangað að­eins á markaðs­legum for­sendum, eins og segir í til­kynningunni.

„Að mati ráðu­neytisins var því talið nauð­syn­legt að tryggja tíma­bundið lág­marks­þjónustu á flugi til og frá Vest­manna­eyjum í vetur á meðan markaðs­legar for­sendur eru ekki til staðar, enda flugið mjög mikil­vægt fyrir íbúa og at­vinnu­líf í Vest­manna­eyjum,“ segir í til­kynningunni.

Á­ætlunar­flugi flug­fé­lagsins Ernis til Vest­manna­eyja var hætt í septem­ber 2020 vegna minni eftir­spurnar.

„Það er því mikið fagnaðar­efni að fé­lagið hafi mögu­leika á að þjónusta svæðið aftur og vonandi er hægt að byggja upp flug til og frá Vest­manna­eyjum til fram­búðar og með fleiri flug­ferðum í viku hverri. Fé­lagið hlakkar mikið til að hefja sig til flugs á Eyjar og vonast eftir að sem flestir geti nýtt sér þjónustuna þó um lág­marks­flug sé að ræða tíma­bundið,“ segir að lokum í til­kynningunni.