Flosi hefur víð­tæka reynslu af vinnu­markaði en undan­farin fjögur ár hefur hann starfað sem fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands Ís­lands.

Aton.JL er sam­skipta­fé­lag sem sér­hæfir sig í að­stoð við fyrir­tæki og stofnanir í mótun heild­stæðrar stefnu í sam­skiptum.

Flosi er við­skipta­fræðingur að mennt, en er einnig með sveins­bréf í húsa­smíði og vann við það um tíma. Hann starfaði um tíma hjá Ís­lands­stofu, meðal annars við fræðslu og ráð­gjöf til sprota­fyrir­tækja. Þar á undan vann Flosi í um ára­tug hjá KPMG í fyrir­tækja­ráð­gjöf og sem verk­efna­stjóri í við­skipta­þróun og tengslum.

Flosi býr einnig yfir fjöl­breyttri reynslu af stjórn­sýslu og fé­lags­málum. Hann sat í bæjar­stjórn Kópa­vogs í 12 ár frá 1998 til 2010 á­samt því að sitja í ýmsum nefndum og ráðum fyrir sveitar­fé­lög og ráðu­neyti. Í lok árs 2021 tók hann við sem for­maður knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks.

„Undan­farin misseri höfum við mark­visst unnið að því að auka enn frekar þekkingu og reynslu í ráð­gjafa­hóp okkar til að mæta aukinni á­sókn í þjónustu okkar. Flosi býr yfir fjöl­breyttri þekkingu á ís­lensku at­vinnu­lífi, stjórn­sýslu ríkis og sveitar­fé­laga og kjara- og vinnu­markaðs­málum og er því góð við­bót í öflugt ráð­gjafa­t­eymi okkar. Þekking hans og reynsla mun nýtast við­skipta­vinum okkar vel“, segir Sif Jóhanns­dóttir, rekstrar­stjóri Aton.JL.