Eimverk var stofnað árið 2009 og er eini íslenski viskíframleiðandi á markaði í dag. Fyrirtækið hefur verið í mikilli sókn erlendis og flytur nú út vörur sínar til yfir 20 landa.

„Við erum afar ánægð með þennan samning, við höfum unnið að markaðssetningu í Kína frá 2019 og þetta er spennandi þróun. Poly Group fékk fyrstu prufu sendingu frá okkur fyrr á þessu ári og seldist hún hratt upp,“ segir Haraldur Þorkelsson, Framkvæmdastjóri Eimverks.

"Það er okkar markmið að koma Íslandi á kortið í viskí heiminum."

Fyrirtækið áformar að hundraðfalda framleiðslugetu sína næstu 10 árin samhliða kraftmikilli markaðssókn. „Það er okkar markmið að koma Íslandi á kortið í viskí heiminum, hér eigum við nægt bygg, frábært vatn og græna orku,“ segir Sigrún Barðadóttir, Stjórnarformaður Eimverks.

Eimverk hefur að auki fengið styrk frá Matvælasjóði til að styrkja markaðsstarf sitt og einnig þegið þjónustu og aðstoð frá viðskiptafulltrúum sendiráða Íslands erlendis.