Verslunin Fjarðar­kaup mældist, fjórða árið í röð, efst fyrir­tækja í Með­mæla­könnun MMR og er sam­kvæmt því það ís­lenska fyrir­tæki sem Ís­lendingar vilja helst mæla með. Fyrir­tækið hefur verið í topp tíu listans frá árinu 2014.

Í til­kynningu frá MMR kemur fram að líkams­ræktar­stöðin Hreyfing fylgi fast á hæla Fjarðar­kaupa í öðru sæti. Nokkuð er um ný nöfn á lista meðal efstu ís­lensku fyrir­tækjanna og skipuðu ný­liðar Dropp, Dineout, Tokyo Sushi og Hopp sér öll sæti á lista þeirra tíu efstu í ár.

Á­hrifa Co­vid far­aldurs gætir meðal há­stökkvara

Há­stökkvarar könnunarinnar í ár eru líkams­ræktar­stöðvarnar Ree­bok Fit­ness og World Class en aukna já­kvæði lands­manna gagn­vart heilsu og líf­stíls­tengdum vörum og þjónustu eins­korðast ekki einungis við líkams­ræktar­stöðvarnar, þar sem að lyfja­verslanir Lyf og heilsu og Lyfju taka báðar heil­brigð stökk upp á við frá mælingu síðasta árs, á­samt heilsu- og líf­stíls­verslun Eir­bergs.

Tíu efstu.
Mynd/MMR

Ef litið er til at­vinnu­greina í heild má sjá að á­skriftar­þjónusta var sú at­vinnu­grein sem mældist að meðal­tali efst hjá lands­mönnum í með­mæla­vísi­tölu, fjórða árið í röð.

Líkams­ræktar­stöðvarnar tóku einnig flugið úr 13. sæti könnunar síðasta árs í annað sætið að þessu sinni, ekki síst fyrir til­stilli vel­gengni Hreyfingar og há­stökkvarana Ree­bok Fit­ness og World Class. At­vinnu­greinar mat­vöru­verslana og annarrar verslunar viku hvor um sig um eitt sæti frá mælingu síðasta árs og sitja nú í þriðja og fjórða sæti en at­vinnu­grein bif­reiða­um­boða situr sem fastast í því fimmta.

Í könnuninni kannar MMR með­mæla­vísi­tölu 137 þjónustu- og fram­leiðslu­fyrir­tækja.

Með­mæla­vísi­talan byggir á Net Pro­mot­er Scor­e að­ferða­fræðinni en með­mæla­vísi­talan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mælingum á því hversu lík­legir ein­staklingar eru til að mæla með (eða hall­mæla) fyrir­tækjum sem þau hafa átt við­skipti við. Niður­stöður mælinganna gefa því góða til­finningu fyrir stöðu fyrir­tækja á ís­lenskum markaði enda hafa rann­sóknir sýnt að með­mæli eru stór á­hrifa­þáttur í á­kvörðunar­töku neyt­enda um hvort stofna eigi til við­skipta­sam­bands við fyrir­tæki.

Nánar hér á vef MMR.