Innlent

Fleiri rök hníga að vaxtalækkun en oft áður

Hratt hægist á vexti ferðaþjónustunnar, líkt og bent er á í umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Fréttablaðið/Ernir

Greinendur Arion banka og Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi nefndarinnar í næstu viku. Greiningardeild fyrrnefnda bankans bendir þó á að fleiri rök hnígi nú að vaxtalækkun en oft áður. Þrátt fyrir litla verðbólgu og minni vöxt ferðaþjónustunnar sé þó líklegast að vextirnir verði óbreyttir að sinni.

Vaxtaákvörðun nefndarinnar verður birt næsta miðvikudag.

Að mati hagfræðideildar Landsbankans er afar ólíklegt að peningastefnunefndin ákveði að lækka eða hækka vextina. Er bent á að skammt sé liðið frá síðustu vaxtaákvörðun og þær hagtölur sem hafa verið birtar síðan þá, 16. maí, séu ólíklegar til þess að „sveigja“ nefndina til vaxtalækkunar eða hækkunar.

Greiningardeild Arion banka bendir þó á að ýmislegt hafi gerst í millitíðinni. Þannig hafi hagvöxtur á fyrsta fjórðungi farið fram úr væntingum, verðbólgan í maí hafi verið undir væntingum og nýjustu spár bendi til mun hægari vaxtar ferðaþjónustunnar í ár en áður var talið. Aðrir þættir, eins og til dæmis gengi krónunnar, hafi hins vegar breyst minna.

„Ólíkt síðustu vaxtaákvörðun reiknum við með að valið standi á milli óbreyttra vaxta eða vaxtalækkunar og að mjótt geti orðið á mununum,“ segir í umfjöllun greinenda Arion. „Þó að nýjasta ferðamannaspá Isavia og verðbólgutölurnar í maí hafi brýnt sverð vaxtadúfna til muna teljum við að framleiðsluspennuskjöldur vaxtahaukanna, skreyttur af vinnumarkaðinum og hinu opinbera, muni standa af sér atlöguna, og vextir því standa óbreyttir að svo stöddu.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samsett hlutfall VÍS endaði í 98,5 prósentum

Innlent

Guide to Iceland stefnir inn á gistimarkaðinn

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing