Í sept­em­ber voru 1.117 í­búðir tekn­ar úr birt­ingu af vefnum fast­eignir.is sem er 54 prósent fleiri en í septem­ber í fyrra og 15 prósent fleiri en í ágúst. Fram kemur í skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar að lágir vextir séu helsta á­stæðan fyrir líf­legum fast­eigna­markaði, þá hafi mikill fjöldi kaup­samninga í sumar að hluta til skýrst frestun í­búðar­kaupa í vor vegna CO­VID-19 far­aldursins.

Meðal­sölu­tími eigna hefur dregist saman og er sölu­tími eigna á bilinu 90 til 120 milljónir króna orðinn lægri en í­búðir á bilinu 35 til 90 milljónir króna, eða 49 dagar á móti 52. Sam­kvæmt tölum Sam­taka iðnaðarins eru nú tæp­lega fimm þúsund í­búðir í byggingu á höfuð­borgar­svæðinu saman­borið við rúmum sex þúsund á sama tíma fyrir ári. Mælist sam­drátturinn 41 prósent á í­búðum á fyrstu byggingar­stigum, er því fyrir­séður fram­boðs­skortur á næstu árum.