Fjór­tán starfs­mönnum Advania var sagt upp störfum hjá fyrir­tækinu síðast­liðinni viku sem við­bragð við á­standinu sem skekur sam­fé­lagið í dag. Í þeim hóp eru ein­hverjir starfs­menn sem þurftu að hætta vegna ný­til­komins verk­efna­skorts sem skapast hefur vegna á­standsins

„Það var á­kveðið að ráðast fyrr í skipu­lags­breytingar sem höfðu verið á teikni­borðinu í dá­lítinn tíma,“ segir Þóra Tómas­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Advania, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þung­bær á­kvörðun

„Þetta var gert til að bregðast við því á­standi sem hefur skapast um allan heim og var okkur mjög þung­bært.

Þóra segir fyrir­tækið vera í við­bragðs­stöðu vegna CO­VID-19 far­aldursins og getur ekki svara hvort fleiri upp­sagnir séu væntan­legar. „Það eru engar hóp­upp­sagnir á teikni­borðinu hjá okkur en við getum ekki, frekar en nokkurt annað fyrir­tæki, spáð fyrir hvaða á­hrif far­aldurinn kemur til með að hafa.“

Mikil­vægt sé að tryggja að fyrir­tækið sé rekið með skyn­sömum hætti á tímum sem þessum svo sem flestir geti haldið vinnu sinni.

Hjá Advania starfa yfir 600 manns á landinu.