Fjórir vísisjóðir hafa sprottið það sem af er ári. Í Markaðnum er í dag er sagt frá því að Eyrir Vöxtur sé að loka rúmlega sex milljarða sjóði.

Fyrir tveimur vikum sagði Markaðurinn frá því að Frumtak Ventures væri á lokametrunum að loka sjö milljarða sjóði.

Til viðbótar lokaði Brunnur Ventures nýlega 8,3 milljarða króna sjóði og Kvika eignastýring 6,7 milljarða sjóði.

Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Crowberry Capital sé langt kominn með að safna í nýjan sjóð.

Eyrir mun þá stýra tveimur vísisjóðum, Frumtak Ventures þremur vísisjóðum, Brunnur Ventures tveimur sjóðum og Kvika eignastýring einum vísisjóði. Ef fram fer sem horfir mun Crowberry Capital stýra tveimur vísisjóðum.

Alla jafna er sá háttur hafður á að umsýslufélag safnar í vísisjóð sem er með um tíu ára líftíma. Oft er horft til þess að það taki fjögur ár að finna fjárfestingartækifæri. Að þeim tíma loknum eru sjóðirnir ekki á höttunum eftir nýjum fjárfestingartækifærum heldur styðja við framgang fyrirtækjanna og einhverjum árum síðar að leita leiða til að selja þau.

Þess vegna er það vel þekkt erlendis frá að umsýslufélögin leiti aftur til fjárfesta til að stofan annan sjóð þegar fjárfestingartímabil nýjasta sjóðsins er lokið. Þetta gerir það að verkum að sprotafyrirtæki eiga auðveldara með að afla sér fjármagns og byggir undir innviði í rekstri umsýslufélaganna.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra stóð fyrir því að Kríu frumkvöðasjóði yrði komið á fór til að efla fjármögnunarumhverfið sprotafyrirtækja. Sá sjóður fjárfestir í vísisjóðum.