Fjórir starfsmenn Skeljungs hafa hlutu framgang í starfi á dögunum og voru ráðnir forstöðumenn hjá fyrirtækinu. Ráðningarnar koma í kjölfar nýlegra skipulagsbreytinga sem gerðar voru hjá Skeljungi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skeljungi.

Guðrún Nielsen hefur tekið við starfi forstöðumanns reikningshalds á fjármálasviði Skeljungs. Guðrún hefur starfað á fjármálasviði Skeljungs frá árinu 2014.. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt starfi aðalbókara og þar áður starfi innheimtustjóra.

Ingi Fannar Eiríksson hefur tekið við starfi forstöðumanns sölu og dreifingar á fyrirtækjasviði Skeljungs. Ingi Fannar hóf störf hjá Skeljungi 2019 og gegndi áður starfi viðskipta- og sölustjóra. Hann starfaði áður hjá Íslandsbanka í tæp tólf ár, meðal annars á útibúa- og fyrirtækjasviði, síðast í sjávarútvegsteymi bankans, og þar á undan vann hann meðal annars við sjómennsku og vélvirkjun.

Sæþór Árni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður framkvæmda á einstaklingssviði en áður starfaði Sæþór sem verkefnastjóri á rekstrarsviði félagsins, sem hefur verið lagt niður. Sæþór hefur meðal annars starfað sem þjónustustjóri hjá Olíudreifingu á árunum 2011-2015 og þar áður sá hann um verkefnastjórn viðhalds og uppsetningu á tækni- og afgreiðslubúnaði í tvö ár hjá Skeljungi.

Unnur Elva Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður innri og ytri þjónustu á fyrirtækjasviði Skeljungs. Áður gegndi Unnur Elva starfi viðskipta- og sölustjóra hjá Skeljungi eða frá því hún hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir þremur árum. Unnur Elva starfaði áður hjá Símanum sem deildastjóri fyrirtækjasviðs í sex ár og þar áður hjá Vodafone (Sýn), bæði sem viðskiptastjóri og síðar sem deildarstjóri heildsölu í fjögur ár.

Guðrún Nielsen
Ingi Fannar Eiríksson
Sæþór Árni Hallgrímsson
Unnur Elva Arnardóttir