Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var gestur í sjónvarpsþættinum Markaðurinn sem sýndur verður á Hringbraut í kvöld klukkan 19:00.

Í þættinum er rætt um 3. ársfjórðungsuppgjör bankans, hvað sé fram undan hjá bankanum og í rekstrinum, hvort bankinn sé reiðubúin á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í bankanum, stafræna þróun og ýmislegt fleira.

Birna sagði meðal annars að fjórða iðnbyltingin væri löngu komin inn í bankakerfið.

„Þessi sjálfvirknivæðing sem iðnbyltingin á að skila er löngu komin til okkar og við höfum verið að takast á við það stóra verkefni. Virkilega ánægjulegt og spennandi verkefni. Það gerir það að verkum að við þurfum að endurnýja kerfin okkar,“ segir hún og bætir við að bankinn sé þegar búinn að endurnýja öll grunnkerfi bankans.

Aðspurð hvað sé fram undan hjá bankanum segir hún að þessa dagana sé bankinn að vinna að áætlanagerð.

„Við eins og flest fyrirtæki á Íslandi erum nú að vinna að áætlanagerð, horfa fram á veginn og spá í spilin. Við leggjum sérstaka áherslu á að vinna stöðugt að framþróun varðandi tæknina hjá okkur.