Nýr banki á Íslandi er í burðarliðnum og nú þegar eru fjögur þúsund viðskiptavinir á biðlista.

Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, stofnendur indó sparisjóðs, ræða við Guðmund Gunnarsson í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld.

Fyrirtækið hefur verið að stækka smátt og smátt og mun fjölga í hópi viðskiptavini eftir því sem prófunum vindur fram.

Merki sparisjóðsins indó.

„Þegar við útskrifum ákveðna þætti að þeir gangi eins og þeir eigi að ganga, þá fjölgum við í hópnum og förum að taka inn af biðlistanum sem telur um fjögur þúsund manns í dag,“ segir Haukur.

„Vonandi verður þetta strax í haust að við getum opnað fyrir alla sem vilja koma inn.“

Indó er fyrsti nýbankinn á Íslandi en slíkir bankar hafa sprottið upp víða erlendis á síðustu árum. Til að byrja með mun indó (skrifað með lágstaf) eingöngu að bjóða upp á debetkortareikning en með tímanum verður bætt við vöruframboðið í samstarfi við þriðju aðila.

Hér fyrir neðan má sjá klippu úr Fréttvaktinni en hægt verður að sjá viðtalið í heild sinni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld eða á vef Hringbrautar.