Fjögur vilja stýra innviðaráðuneytinu og sóttu um embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson skipi í embættið frá og með 1. maí þegar Ragnhildur Helgadóttir núverandi ráðuneytisstjóri lætur af störfum.

Umsækjendurnir fjórir eru:

  • Halla Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
  • Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
  • Sandra Brá Jóhannsdóttir, sérfræðingur og fv. sveitarstjóri
  • Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu