Innlent

Fjar­stæða að Heima­vellir geti ráðið verð­myndun

Stjórnarformaður Heimavalla segir engan geta haldið því fram með neinni sanngirni að ávöxtunarkrafa félagsins við útleigu fasteigna sé óeðlilega há.

Erlendur Mggnússon, stjórnarformaður Heimavalla. Ljósmynd/Aðsend

Það getur enginn haldið því fram með neinni sanngirni að ávöxtunarkrafa Heimavalla við útleigu fasteigna sé óeðlilega há. Þetta kom fram í máli Erlends Magnússonar, stjórnarformanns íbúðaleigufélagsins, á aðalfundi félagsins sem fram fór síðdegis í gær.

„Telji menn húsaleigu hérlendis of háa þá verða menn að horfa til þeirra hagrænu þátta sem hafa leitt til hærra húsnæðisverðs á síðustu árum, þ.e. lítið framboð á ódýru byggingarlandi á höfuðborgarsvæðinu sem hefur takmarkað framboð hagkvæmra fasteigna, samhliða aukinni eftirspurn sem hefur komið til vegna mikils innflutnings á vinnuafli sem hefur þurft á húsnæði að halda, hækkun ráðstöfunartekna alls almennings, en þær eru nú með þeim hæstu í heimi, og lækkun vaxtastigs fasteignaveðlána,“ sagði Erlendur þegar hann flutti skýrslu stjórnar á aðalfundinum í gær.

Hann sagði félagið hafa mátt þola óvægna og oftar en ekki óverðskuldaða umfjöllun í opinberri umræðu sem augljóslega hefði mótað afstöðu stórs hluta almennings. Samkvæmt könnunum væru 88 prósent viðskiptavina Heimavalla annað hvort ánægðir eða hlutlausir í mati á þjónustu Heimavalla en hins vegar væri um 31 prósent almennings neikvæður gagnvart félaginu.

„Þetta er miður, því félagið hefur talið sig bjóða gott húsnæði, lipra þjónustu og sanngjarna leigu,“ sagði Erlendur.

Hvað varðaði afstöðu almennings, þá væri við því ekkert annað að gera en að halda áfram að veita leigjendum góða þjónustu og sanngjarna leigu og tala máli félagsins af yfirvegun. 

Fréttablaðið/Stefán

Hann benti einnig á að „stórkarlegalegar yfirlýsingar“ um leigumarkaðinn hefðu verið gefnar af ýmsum sem hefðu þóst bera hag leigjenda fyrir brjósti.

„Því hefur jafnvel verið haldið fram að húsaleigufélög eins og Heimavellir geti ráðið verðmyndun á húsaleigumarkaði, þrátt fyrir afar takmarkaða markaðshlutdeild. Slíkt er hreinasta fjarstæða,“ sagði hann.

Fram kom í máli Erlends að húsaleiga réðist af fórnarkostnaði af að eiga og reka íbúðarhúsnæði. Þeir þættir sem skiptu mestu væru markaðsvirði fasteigna og fjármagnskostnaður, auk þess sem rekstrarkostnaður og opinber gjöld skiptu verulegu máli. Þar vægju fasteignagjöld þyngst hérlendis en í tilfelli Heimavalla væru þau rúmlega 37 prósent af rekstrarkostnaði fasteigna á liðnu ári.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Már: Ég bjóst síður við þessu

Innlent

Félag um vindmyllur í Þykkvabæ gjaldþrota

Innlent

Töluverð verðlækkun á fasteignamarkaði

Auglýsing

Nýjast

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Komnir í viðræður við fjárfesta og álrisa

Lægra verð­mat á Eim­skip endur­speglar ó­vissu

Með 6,4 prósenta hlut í Kviku banka

Auglýsing