Innlent

Fjármálastjóri Huawei handtekinn

Meng Wanzhou er dóttir stofnanda Huawei. EPA

Fjármálastjóri kínverska tæknirisans Huawei var handtekinn í Kanada í byrjun mánaðar og horfir nú fram á framsal til Bandaríkjanna. 

Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, var handtekin í Vancouver 1. desember. Er talið að handtakan tengist rannsókn bandarískra yfirvalda á því hvort að fyrirtækið hafi farið á svig við viðskiptaþvinganirnar sem settar voru á Íran. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Bandaríkin, Ástralía og Nýja Sjáland hafa lagt bann við notkun á búnaði frá Huawei í nýjum 5G fjarskiptainnviðum.

Wangzhou var handtekin á viðkvæmum tímapunkti. Eins og greint var frá um helgina komust leiðtogar Kína og Bandaríkjanna, þeir Donald Trump og Xi Jinping, að samkomulagi um að fresta því að setja nýja viðskiptatolla í 90 daga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Níu­tíu þúsund króna dag­sektir á fisk­vinnslu

Innlent

Júlíus Vífill fékk tíu mánaða skilorð

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í Ankeri

Auglýsing

Nýjast

Laura Ashley lokar 40 verslunum í Bretlandi

Yfir 5 prósenta hækkun á bréfum Icelandair

Bankaráð vill frekari frest vegna Samherjamálsins

Þrjár til liðs við Samtök atvinnulífsins

Fjárfesta fyrir 6,2 milljarða króna í Alvotech

Veitinga­markaðurinn leitar jafn­vægis

Auglýsing