Banka­sýsla ríkisins og fjár­mála­ráðu­neytið greiddu tveimur er­lendum ráð­gjöfum sam­tals 62 milljónir króna í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Ís­lands­banka.

Sam­kvæmt reglum fjár­mála­ráðu­neytisins um opin­ber inn­kaup skulu öll kaup ríkis og sveitar­fé­laga á vöru og þjónustu yfir 18,5 milljónum króna fara í út­boð. Reglunum er ætlað að tryggja jafn­ræði, gegn­sæi og hag­kvæmni við með­ferð á fjár­munum ríkisins.

Í skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um söluna kemur fram að ráðu­neytið hafi fengið fyrir­tæki Bretans Michaels Ridl­ey til að annast ráð­gjöf varðandi banka­söluna. Ridl­ey þessi hefur þrí­vegis áður verið ís­lenskum stjórn­völdum til ráð­gjafar í stórum málum sem varða efna­hags­mál hér­lendis.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá fjár­mála­ráðu­neytinu greiddi ís­lenska ríkið 22,4 milljónir króna fyrir þjónustu Bretans. Ráðu­neytið leitaði ekki til­boða í verk­efnið þótt reglur, sem ráðu­neytið sjálft gefur út, kveði á um að öll kaup á vöru og þjónustu yfir við­miðunar­fjár­hæð skulu boðin út.

Banka­sýsla ríkisins hafði annan hátt á en ráðu­neytið við kaup á ráð­gjafa­þjónustu í tengslum við söluna í Ís­lands­banka. Við fram­kvæmd sölunnar fylgdi Banka­sýslan reglum fjár­mála­ráðu­neytisins í þaula og bauð verk­efnið út á evrópska efna­hags­svæðinu í sam­ráði við Ríkis­kaup.

Banka­sýslan greiddi alls um 40 milljónir fyrir ráð­gjöf fyrir­tækisins STJ Advis­ors Group Limited.

Frétta­blaðið leitaði í gær skýringa frá fjár­mála­ráðu­neytinu á því af hverju reglum var ekki fylgt í öllum kaupum ríkisins á fjár­mála­þjónustu í tengslum við út­boðið í Ís­lands­banka. Engin svör fengust áður en blaðið fór í prentun í gær­kvöld.