Bjarn­i Ben­e­dikts­son, fjár­mál­a- og efn­a­hags­mál­a­ráð­herr­a, kynnt­i fjár­mál­a­á­ætl­un fyr­ir 2022 til 2026 í dag. Hann lagð­i fram fjár­mál­a­ætl­un fyr­ir árin 2021 til 2025 í okt­ó­ber og var hún sam­þykkt af Al­þing­i í desember.

Sér­tæk­ar að­gerð­ir á svið­i rík­is­fjár­mál­a dróg­u úr sam­drætt­i lands­fram­leiðsl­unn­ar um að lág­mark­i 100 millj­arð­a að sögn Bjarn­a og nið­ur­stöð­ur væru betr­i en all­ar spár. „Ó­tví­rætt merk­i um að að­gerð­ir séu að skil­a ár­angr­i,“ sagð­i hann. Alls hafi 119 millj­arð­ar krón­a hafa ver­ið sett­ir í fjár­fest­ing­ar- og upp­bygg­ing­a­á­tak til að bregð­ast við efn­a­hags­sam­drætt­i vegn­a COVID-19.

At­vinn­u­leys­i við­var­and­i

Engu að síð­ur sé á­hyggj­u­efn­i að spár geri ráð fyr­ir að at­vinn­u­leys­i verð­i hærr­i en van­inn er hér á land­i og þett­a sé ein helst­a á­skor­un stjórn­vald­a nú.

Ráð­herr­a sagð­i fram­setn­ing­un­a á fjár­mál­a­á­ætl­un­in­a í nokk­uð breyttr­i fram­setn­ing­u. Hver og einn ráð­herr­a færi ekki yfir sinn mál­a­flokk held­ur færi hann yfir upp­færð­a tekj­u­spá fyr­ir rík­is­sjóð og lögð væri á­hersl­a á efn­a­hags­ramm­ann. Stutt væri í kosn­ing­ar og þá mynd­i ný rík­is­stjórn setj­a sér fjár­mál­a­stefn­u.

Fjármálaáætlunin hefur verið birt á vef Stjórnarráðsins.

Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að „að­gerð­ir stjórn­vald­a vegn­a heims­far­ald­urs kór­ón­u­veir­u hafa skil­að mikl­um ár­angr­i og út­lit­ið fram und­an er bjart­ar­a en gert var ráð fyr­ir í fyrr­a. Ráð­stöf­un­ar­tekj­ur heim­il­ann­a juk­ust árið 2020 og reynd­ist sam­drátt­ur um­tals­vert minn­i en á­ætl­að var. Þett­a eru meg­in­at­rið­in í nýrr­i fjár­mál­a­á­ætl­un fyr­ir 2022-2026.“

Tek­ist hafi að drag­a úr á­hrif­um krepp­unn­ar sem COVID-19 fylg­ir með ým­iss­kon­ar stuðn­ings­úr­ræð­um fyr­ir rekstr­ar­að­il­a og ein­stak­ling­a. Gert er ráð fyr­ir í fjár­mál­a­á­ætl­un­inn­i að hag­kerf­ið taki fljótt við sér eft­ir sam­drátt í fyrr­a og mark­mið stjórn­vald­a sé „að styðj­a við vöxt efna­hagsins og stöðv­a skuld­a­söfn­un.“

Auk­inn hall­a­rekst­ur

Bjarn­i sagð­i að til þess að stöðv­a skuld­a­söfn­un og bæta af­kom­u rík­is­sjóðs þyrft­i „til­tekn­ar að­halds­að­gerð­ir“ en þörf á slík­um að­gerð­um hefð­i minnk­að vegn­a þess að á­stand­ið í efn­a­hags­mál­um væri betr­a en gert var ráð fyr­ir í fyrr­a.

Bót­a­kerf­in væru að taka meir­a til sín, aukn­ing hefð­i ver­ið á at­vinn­u­leys­is­bót­um en ekki hefð­i ver­ið grip­ið til þess ráðs að hækk­a trygg­ing­ar­gjald líkt og áður hefð­i ver­ið gert, það hefð­i ver­ið lækk­að.
Á­hersl­a væri á fjár­fest­ing­ar og ný­sköp­un og því fylgd­i auk­inn hall­a­rekst­ur til að freist­a þess að drag­a úr nið­ur­sveifl­u hag­kerf­is­ins. Ó­líkt því sem var eft­ir hrun­ið var far­ið í að auka út­gjöld rík­is­ins vegn­a COVID-19 en ekki nið­ur­skurð. Út­gjöld rík­is­ins væru því auk­in tím­a­bund­ið en leit­ast væri að því að koma rík­is­rekstr­in­um aft­ur í jafn­væg­i.

Bjarn­i sagð­i að hag­stjórn hins op­in­ber­a hefð­i mild­að á­hrif COVID-krepp­unn­ar með því að setj­a um 400 millj­arð­a inn í hag­kerf­ið í ár og fyrr­a.

Mynd/Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Af­kom­a rík­is­ins var um 70 millj­örð­um bet­ur en gert var ráð fyr­ir. Þar hafð­i með­al ann­ars á­hrif að eink­a­neysl­an hafi ver­ið sterk­ar­i en gert ráð var ráð fyr­ir og arð­greiðsl­ur komu inn sagð­i fjár­mál­a- og efn­a­hags­mál­a­ráð­herr­a. Skuld­ir rík­is­sjóðs munu lækk­a um 142 millj­arð­a krón­a fram til 2025 sam­kvæmt fjár­mál­a­á­ætl­un­inn­i og stefnt væri að því að skuld­irn­ar yrðu um 46,5 prós­ent sama ár.

Spáð er meir­i hag­vext­i á síð­ar­i árum fjár­mál­a­á­ætl­un­ar­inn­ar og því verð­i minn­i þörf á að­halds­að­gerð­um í rík­is­fjár­mál­um. Um 100 millj­örð­um krón­a mun­ar á vergri lands­fram­leiðsl­u á föst­u verð­lag­i árs­ins 2021 ef born­ar eru sam­an já­kvæð­ust­u og svart­sýn­ust­u sviðs­mynd­ir fjár­mál­a­ætl­un­ar­inn­ar. Bjarn­i seg­ir Ís­land stand­a vel í sam­an­burð­i við önn­ur ríki.

Mynd/Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Á­ætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir já­kvæð­um frum­jöfn­uð­i árið 2025 og hall­a­rekst­ur rík­is­sjóðs á ár­un­um 2023 til 2025 drag­ist sam­an. Rík­is­sjóð­ur þarf að drag­a úr hall­a­rekstr­i til að geta brugð­ist við á­föll­um. Of mik­il skuld­a­söfn­un gæti orð­ið rík­in­u þung­ur bagg­i enda ekki hægt að á­byrgj­ast að vext­ir hald­ist á­fram lág­ir og láns­kjör fyr­ir ís­lensk­a rík­ið jafn hag­stæð og nú.

Tæp­leg­a þriðj­ung­ur út­gjald­a rík­is­ins nú renn­ur til heil­brigð­is­mál­a og tæp­leg­a fjórð­ung­ur í heil­brigð­is-, fé­lags-, hús­næð­is- og vel­ferð­ar­mál.

Bjarn­i sagð­i að lækk­un skatt­a hefð­i ver­ið beint að lægr­i tekj­u­hóp­um og kaup­mátt­ur laun­a hefð­i aldr­ei ver­ið jafn mik­ill og í jan­ú­ar. Gert væri ráð fyr­ir að hann gæti jafn­vel auk­ist.