Nokkrir af stærstu fjárfestum heims í óskráðum fyrirtækjum hafa áhuga að kaupa asísku veitingastaðakeðjuna Wagamama. Seljendur vonast til að fá allt að 750 milljónir punda fyrir fyrirtækið, jafnvirði 105 milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Á meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á að eignast fyrirtækið eru eignastýringarnar Bridgepoint, sem seldi nýverið Pret A Manger, og CVC, KKR og L Catterton.

Wagamama rekur 130 veitingastaði í Bretlandi, fimm í Bandaríkjunum og er með um 60 sérleyfi víðar um heiminn.

Duke Street og Hutton Collins, eigendur Wagamama, hafa leitað til Goldman Sachs varðandi ráðgjöf um söluna.

Eigendurnir höfðu áður hafnað tilboði frá Eddie Truell sem hljóðaði upp á 600 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna.