Fjarðar­kaup, mat­vöru­verslun í Hafnar­firði, er það fyrir­tæki sem Ís­lendingar mæla helst með, annað árið í röð, sam­kvæmt nýrri könnun MMR. Líkams­ræktar­stöðin Hreyfing er í öðru sæti listans og bensín­stöð Costco vermir þriðja sætið. IKEA situr í tíunda sæti.

Meðal þess sem at­hygli vekur í könnuninni er að mjólkur­vinnslan Arna í Bolungar­vík, sem var mæld í fyrsta skipti í ár, skýst beint í fimmta sæti listans. Aukin­heldur segjast fjöru­tíu prósent Ís­lendinga nota vörur frá Örnu að stað­aldri, sem er hærra hlut­fall við­skipta­vina en hjá nokkru öðru fyrir­tæki á lista þeirra fimm efstu.

„Það er því nokkuð ljóst að lands­menn hafa heldur betur tekið vel við til­raunum þessarar ungu og efni­legu mjólkur­vinnslu til að hrista upp í mjólkur­vöru­markaðnum,“ segir í frétta­til­kynningu frá MMR.

Costco hrynur

Ný­legar líkams­ræktar­stöðvar koma einnig sterkar inn því Hreyfing og Ree­bok Fit­ness eru báðar á lista yfir efstu fyrir­tækin. Þá er bensín­stöð Costco sem fyrr segir á þriðja sæti listans, en mat­vöru­verslun Coscto fellur hins vegar út af lista tíu efstu fyrir­tækja, þar sem hún hefur verið síðast­liðin tvö ár.

Há­stökkvari listans var 1819 upp­lýsinga­síminn sem hækkar um tæp þrjá­tíu stig í með­mæla­vísi­tölunni. Heimilis­tæki koma þar á eftir en fyrir­tækið fer úr áttunda sæti lista yfir „aðra verslun“ í það fjórða, að því er segir í til­kynningunni.

Um með­mæla­vísi­töluna:

Með­mæla­vísi­talan byggir á Net Pro­mot­er Scor­e að­ferða­fræðinni en með­mæla­vísi­talan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mælingum á því hversu lík­legir ein­staklingar eru til að mæla með (eða hall­mæla) fyrir­tækjum sem þau hafa átt við­skipti við. Niður­stöður mælinganna gefa því góða til­finningu fyrir stöðu fyrir­tækja á ís­lenskum markaði enda hafa rann­sóknir sýnt að með­mæli eru stór á­hrifa­þáttur í á­kvörðunar­töku neyt­enda um hvort stofna eigi til við­skipta­sam­bands við fyrir­tæki*.

Svar­endur voru ein­staklingar á­tján ára og eldri, valdir af handa­hófi. Safnað var á bilinu 333 til 15.967 NPS svörum í hverri at­vinnu­grein (eftir stærð at­vinnu­greinar) dagana 4. til 17. júlí 2019. Frekari upplýsingar á vef MMR.