Innlent

Fitch staðfestir lánshæfiseinkun ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A með stöðugum horfum.

Það sem geti leitt til lækkunar séu vísbendingar um ofhitnun hagkerfisins og mikið útflæði fjármagns sem leiði til ytra ójafnvægis og þrýstings á gengi krónunnar. Fréttablaðið/Stefán

Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A með stöðugum horfum. Greint var frá þessu á vef Stjórnarráðsins í kvöld. Þar kemur fram að matsfyrirtækið telji að hagkerfið reiði sig að stórum hluta á hrávörur í útflutningi og sé næmt fyrir ytri áföllum auk fyrri reynslu í efnahags og fjármálum. Hinsnvegar séu þjóðartekjur háar, stofnanir sterkar, lífskjör góð og viðskiptaumhverfi gott.

Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að það sem geti leitt til hækkunar á einkunn Íslands sé áframhaldandi lækkun skulda hins opinbera og áframhaldandi bati „ytri stöðu þjóðarbúsins og geta þess til að mæta ytri áföllum.“

Það sem geti leitt til lækkunar séu vísbendingar um ofhitnun hagkerfisins og mikið útflæði fjármagns sem leiði til ytra ójafnvægis og þrýstings á gengi krónunnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Origo í viðræður um sölu á þriðjungshlut í Tempo

Hlutabréfamarkaður

Hlutabréf í Icelandair hækkuðu mest

Innlent

„Verð­bólg­u­æv­in­týr­in­u lok­ið í bili“

Auglýsing

Nýjast

Viðskiptalíf Tyrklands kallar eftir aðgerðum

Sam­keppnis­yfir­völd sam­þykkja kaup Marels á MAJA

Atvinnuleysi í Bretlandi í áratugalágmarki

Musk fær ráðgjafa við afskráninguna

Björn Brynjúlfur er nýr formaður FVH

Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga

Auglýsing