Innlent

Fitch staðfestir lánshæfiseinkun ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A með stöðugum horfum.

Það sem geti leitt til lækkunar séu vísbendingar um ofhitnun hagkerfisins og mikið útflæði fjármagns sem leiði til ytra ójafnvægis og þrýstings á gengi krónunnar. Fréttablaðið/Stefán

Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A með stöðugum horfum. Greint var frá þessu á vef Stjórnarráðsins í kvöld. Þar kemur fram að matsfyrirtækið telji að hagkerfið reiði sig að stórum hluta á hrávörur í útflutningi og sé næmt fyrir ytri áföllum auk fyrri reynslu í efnahags og fjármálum. Hinsnvegar séu þjóðartekjur háar, stofnanir sterkar, lífskjör góð og viðskiptaumhverfi gott.

Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að það sem geti leitt til hækkunar á einkunn Íslands sé áframhaldandi lækkun skulda hins opinbera og áframhaldandi bati „ytri stöðu þjóðarbúsins og geta þess til að mæta ytri áföllum.“

Það sem geti leitt til lækkunar séu vísbendingar um ofhitnun hagkerfisins og mikið útflæði fjármagns sem leiði til ytra ójafnvægis og þrýstings á gengi krónunnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samsett hlutfall VÍS endaði í 98,5 prósentum

Innlent

Guide to Iceland stefnir inn á gistimarkaðinn

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing