Markaðurinn

Fiskisund hefur bætt við eignarhlut sinn í Kexi Hosteli

59 milljóna króna tap var á rekstri Kex Hostels í fyrra. Fréttablaðið/Valli

Fjárfestingafélagið Fiskisund bætti í fyrra við hlut sinn í Kexi Hosteli, sem rekur meðal annars samnefnt hostel í miðbæ Reykjavíkur, og er nú stærsti hluthafi félagsins með ríflega þriðjungshlut. Áður átti félagið um 17 prósenta hlut.

Félagið Gamli Blakkur í eigu Kristins Vilbergssonar er næststærsti hluthafi Kexi Hosteli með 27 prósenta hlut og félag Birkis Kristinssonar, KP, sá þriðji stærsti með 23 prósenta hlut.

Kári Þór Guðjónsson, einn eigenda Fiskisunds, settist í stjórn Kex Hostels í stað Ingþórs Ásgeirssonar en fyrir í stjórninni sitja þau Halla Sigrún Hjartardóttir og Pétur Hafliði Marteinsson. Sá síðastnefndi á 8,3 prósenta hlut í félaginu.

Fiskisund er í jafnri eigu þeirra Kára Þórs, Höllu Sigrúnar og Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs.

Kex Hostel tapaði tæplega 59 milljónum króna í fyrra en til samanburðar nam tapið 55 milljónum króna árið 2016. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 472 milljónum króna á síðasta ári en þar af seldi félagið gistingu fyrir alls 307 milljónir króna. Rekstrargjöldin námu um 421 milljón króna í fyrra og drógust saman um 16 milljónir á milli ára.

Kex Hostel átti eignir upp á 463 milljónir í lok síðasta árs og var eigið fé þess á sama tíma ríflega 100 milljónir króna, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Þar segir jafnframt að innborgað hlutafé þess hafi numið um 229 milljónum króna í fyrra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skotsilfur: Línur að skýrast

Innlent

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Auglýsing

Nýjast

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

​Aug­lýsa eftir arf­taka Más í Seðla­bankanum

Formaður VR í kaffi með sósíalistum

Auglýsing