Fiskeldin Ice Fish Farm og Laxar fiskeldi hafa hafið viðræður um samstarfsfleti fyrir fyrirtæki. Þetta kemur fram í tilkynningu til norsku kauphallarinnar þar sem Ice Fish Farm er skráð.

Ice Fish Farm eða Fiskeldi Austfjarða var stofnað árið 2012 og er með sjókvíaeldi á eldislaxi á Austfjörðum.

Stærsti hluthafi Fiskeldis Austfjarða er norska fiskeldið NTS ASA sem skráð er á hlutabréfamarkað í heimalandi sínu með 55 prósenta hlut. Íslensk félög sem eru á lista yfir tíu stærstu hluthafa fiskeldisins eiga samanlagt 24 prósenta hlut. Þeirra stærst er Eggjahvíta með 13,2 prósenta hlut sem er í eigu Guðmundar Gíslasonar sem jafnframt er stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða.

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis. Laxar fiskeldi er með þrjár starfsstöðvar á Suðurlandi, sjókvíaeldi í Reyðafirði og höfuðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Stærsti hluthafinn Laxa fiskeldis er norska norska laxeldið Masöval sem á meirihluta. Næststærsti hluthafi Laxa er útgerðin Skinney- Þinganes .