Finnur Sveinbjörnsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans, en hann var ráðinn til að stýra sviðinu þegar því var komið á fót í skipulagsbreytingum hjá eftirlitinu í mars 2018.

Finnur, sem var meðal annars áður forstöðumaður alþjóðasviðs Borgunar og bankastjóri Arion banka á árunum 2008 til 2010, hætti sem framkvæmdastjóri um áramótin, en mun ljúka óloknum verkefnum fyrir Seðlabankann áður en lætur alfarið af störfum fyrir bankann í mars.

Elmar Ásbjörnsson, sem hefur verið forstöðumaður áhættugreiningar á bankasviði fjármálaeftirlitsins, hefur þegar tekið við af Finni sem settur framkvæmdastjóri bankasviðsins þangað til starfið verður auglýst.