Tekjur ferðaskipuleggjandans Kötlu DMI, sem er í helmings eigu formanns Samtaka ferðaþjónustunnar, drógust saman um 21 prósent á milli ára og námu 633 milljónum króna árið 2018.

Hagnaður jókst úr 577 milljónum króna í fimm milljónir króna. Fyrirtækið skipuleggur ferðir fyrir þýskar ferðaskrifstofur. Á meðal ferða sem það skipuleggur eru hringferðir um landið á bílaleigubílum og rútuferðir fyrir hópa.

Eigið fé Kötlu DMI var 70 milljónir króna við árslok og eigið fjárhlutfallið var 44 prósent. Fyrirtækið skuldaði hluthöfum átta milljónir króna við árslok en árið áður nam skuldin 15 milljónum króna.

Katla DMI er í jafnri eigu Bjarnheiðar Hallsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins og formanns Samtaka ferðaþjónustunnar, og Péturs Óskarssonar.