Fida Abu Libdeh, fram­kvæmda­stjóri GeoSili­ca, var endur­kjörin for­maður Sam­taka sprota­fyrir­tækja, SSP, á aðal­fundi sam­takanna sem fram fór í Húsi at­vinnu­lífsins í gær.

Á­samt Fidu voru kjörin í stjórn þau Alexander Jóhönnu­son, stofnandi Ignas, Ellen María Berg­sveins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Mink Campers, Guð­björg Rist, fram­kvæmda­stjóri At­monia og Róbert Helga­son, fram­kvæmda­stjóri KOT. Fyrir í stjórn sátu Kol­brún Hrafn­kels­dóttir, stofnandi Flor­ealis, og Linda Fann­ey Val­geirs­dóttir, fram­kvæmda­stjóri ALOR.

Ellen María Bergsveinsdóttir, Róbert Helgason, Linda Fanney Valgeirsdóttir, Alexander Jóhönnuson, Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Fida Abu Libdeh og Guðbörg Rist.
Fréttablaðið/Mynd aðsend

Á­herslu­mál sam­takanna skiptast í fjögur svið; fjár­magn, um­hverfi, í­mynd og annað til­fallandi sem varðar hags­muni sprota­fyrir­tækja hverju sinni. Helsta hags­muna­mál SSP er að hér á landi verði á­fram öflugt skatta­hva­ta­kerfi vegna rann­sókna og þróunar innan sprota­fyrir­tækja. Í dag nemur skatt­frá­dráttur 35 prósent af út­lögðum kostnaði við ný­sköpunar­verk­efni hjá litlum og meðal­stórum fyrir­tækjum og segir SSP að þetta hva­ta­kerfi geri fleiri fyrir­tækjum kleift að verða til og vaxa hér á landi.

Sam­tök sprota­fyrir­tækja saman­standa af 50 fyrir­tækjum í ó­líkri at­vinnu­starf­semi og starfa þau öll sem starfs­greina­hópur innan Sam­taka iðnaðarins. Fé­lags­menn SSP eru sprota­fyrir­tæki á ó­líkum vaxtar­stigum en eiga það öll sam­eigin­legt að vera með veltu undir milljarði ís­lenskra króna og verja stórum hluta veltu sinnar í rann­sóknir og þróun.

„Sam­starfið innan SSP og SI hefur verið á­nægju­legt og árangurs­ríkt á síðast­liðnu starfs­ári og því er ég afar þakk­lát og spennt að leiða sam­tökin á­fram. Stuðningur við sprota­fyrir­tæki og frum­kvöðla er gríðar­lega mikil­vægur fyrir ís­lenskt sam­fé­lag. Á starfs­árinu sem fram­undan er hyggst stjórn leggja enn ríkari á­herslu á sam­stöðu meðal ís­lenskra sprota­fyrir­tækja,“ segir Fida Abu Libdeh, for­maður Sam­taka sprota­fyrir­tækja og stofnandi og fram­kvæmda­stjóri GeoSili­ca