Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Runólfur mikilvægt að hefja strax undirbúning slíkrar gjaldtöku með fjölbreyttu samráði við bíleigendur og hagsmunaaðila. Æskilegt sé að setja áformaða gjaldtöku upp í reiknivél þannig að hver og einn bíleigandi geti áttað sig á kostnaðinum. Almenningur geti svo mátað mismunandi akstursnotkun og ökutæki við framkomnar tillögur.

Til lengri tíma væri hægt að fella aðra skatta af bílum og umferð undir kílómetragjaldið, svo sem bifreiðagjaldið og vörugjöld við innflutning.

Greinina í heild má lesa hér.