Ítalski-bandaríski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler hefur lagt til að hann sameinist franska bílaframleiðandanum Renault. Lagt er til að sameiningin verði gerð á jafnræðisgrundvelli.

Í tilkynningu frá Fiat Chrysler segir að með samrunanum yrði kominn samkeppnishæfur og öflugur bílaframleiðandi sem á ársgrundvelli myndi framleiða um 8,7 milljónir bifreiða.

Hlutabréf í báðum fyrirtækjum hækkuðu skarpt við opnun markaða í morgun þegar tilkynningin var gefin út.

Frétt BBC um málið.