Festi hefur keypt 15% hlut í Íslenskri orkumiðlun. Með þessu fær Festi hf. tækifæri til að lækka rafmagnskostnað sinn umtalsvert og bjóða viðskiptavinum rafmagn á lægra verði en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi.

Haft er eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, að kaupin styrki félagið á þeirri vegferð sinni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. Ekki kemur fram hvernig það næst fram með þessum kaupum.

Íslensk orkumiðlun var stofnuð 2017 af Magnúsi Júlíussyni og Bjarna Ármannssyni. Fyrirtækið er í eigu einkaaðila en hluthafar eru Sjávarsýn, Betelgás, Kaupfélag Skagfirðinga Ísfélag Vestmannaeyja og nú, Festi.