Sam­tök ferða­þjónustunnar standa fyrir Ferða­þjónustu­deginum 2021 í Silfur­bergi í Hörpu og hefst dag­skrá klukkan 14.00. Yfir­skrift dagsins þetta árið er Við­spyrna í ferða­þjónustu – sam­tal við stjórn­málin.

Þar tekur for­ystu­fólk stjórn­mála­flokkanna þátt í pall­borðs­um­ræðum og er efst á baugi við­spyrna í ferða­þjónustu, á­ætlanir um árangur og leiðir að settu marki. Spurt verður hvernig við­spyrnu í ferða­þjónustu verður háttað á komandi kjör­tíma­bili og hverjar á­herslur stjórn­mála­flokkanna séu er kemur að mál­efnum ferða­þjónustunnar.

Mynd/Samtök ferðaþjónustunnar

Dag­skráin hefst með á­varpi Bjarn­heiðar Halls­dóttur, formanns Sam­taka ferða­þjónustunnar.

Í pall­borðs­um­ræðum eru þau Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri SAF og Ás­dís Kristjáns­dóttir, að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri SAF um­ræðu­stjórnar og í um­ræðunum taka þátt:

  • Bjarni Bene­dikts­son fyrir hönd Sjálf­stæðis­flokksins
  • Björn Leví Gunnars­son fyrir hönd Pírata
  • Guð­mundur Auðuns­son fyrir hönd Sósíal­ista­flokks Ís­lands
  • Katrín Jakobs­dóttir fyrir hönd Vinstri grænna
  • Rósa Björk Brynjólfs­dóttir fyrir hönd Sam­fylkingarinnar
  • Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son fyrir hönd Mið­flokksins
  • Sigurður Ingi Jóhanns­son fyrir hönd Fram­sóknar­flokksins
  • Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir fyrir hönd Við­reisnar

Hægt er að kynna Veg­vísi í ferða­þjónustu á www.vid­spyrnan.is.

Hér má horfa á beint streymi frá Ferða­þjónustu­deginum sem hefst klukkan 14.