Kín­verskir ferða­manna­hópar hafa verið að af­bóka ferðir sínar og gistingar á Ís­landi í janúar og febrúar vegna ferða­bannsins sem kín­versk yfir­völd settu á til að sporna við út­breiðslu kóróna­veirunnar frá Wu­han í Kína. Ferða­bannið nær til hópa en ekki ein­stak­linga sem ferðast frá Kína.

„Við höfum fengið tölu­vert af af­bókunum hjá hótelum okkar í Reykja­vík, Suður­landi, Suð­austur­landi og Vestur­landi,“ segir Davíð Torfi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Ís­lands­hótela, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann segir fjöldi af­bókana mis­munandi eftir hótelum en að af­bókanirnar nái fram í febrúar. Davíð Torfi segir að ferða­bannið gæti sett strik í reikninginn í ferða­þjónustunni al­mennt á Ís­landi.

Kín­verjar eru í hópi þeirra ferða­manna sem hafa farið vaxandi hér á landi á meðan aðrir fara minnkandi. Því er þetta stórt hlut­fall af ferða­mönnum sem Ís­land mun missa.

Tæp fjögur prósent í ferðabanni

Um 60 prósent af kín­verskum ferða­mönnum sem koma hingað til lands ferðast í hópum. Sam­kvæmt tölum frá Ferða­mála­stofu Ís­lands komu 7.728 manns frá Kína í janúar árið 2019 og 9.829 manns í febrúar.

„Þetta eru tölu­vert af hópum sem við höfum verið að sinna sem eru ekki að koma,“ segir Davíð Torfi.

Að öllu ó­breyttu gæti Ís­land misst rúm­lega 5800 ferða­menn í febrúar vegna ferða­bannsins.

Rúm­lega 149 þúsund manns ferðuðust til Ís­lands í febrúar á síðasta ári og eru því tæp fjögur prósent af þeim í ferðabanni.