Stóri vandi greinarinnar um þessar mundir, að mati Ásbergs Jónssonar framkvæmdastjóra Travel Connect, er hins vegar mikil skuldsetning. Mörg fyrirtæki eru löskuð og það er þreyta í greininni. Eðlilega eru þau mjög misjafnlega í stakk búinn til að stækka hratt og bregðast við auknum fyrirsjáanlegum umsvifum.

„Þessi staða skapar mikið ójafnvægi. Það er skortur á starfsfólki, rútum og bílaleigubílum. Þar fyrir utan glímum við áfram við kunnuglega óvissu. Krónan er að styrkjast og laun að hækka. Allt gerir þetta það að verkum að fyrirtæki þurfa, sem fyrr, að vera mjög sveigjanleg og sýna þá ótrúlegu seiglu sem þau sýndu í gegnum faraldurinn, segir Ásberg

Ásberg bendir á að það sé í raun ótrúlegt hversu mörg fyrirtæki eru enn starfandi eftir öll þau áföll sem á þeim hafa dunið.