Ferðamennska

Ferðamönnum fjölgaði um 8 prósent á milli ára

Frá áramótum hafa tæplega 308 þúsund erlendir farþegar farið úr landi um Keflavíkurflugvöll.

Örtröð í Leifsstöð. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Eyþór

Alls fóru 160 þúsund manns um Leifsstöð í febrúar, samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia. Það eru tæplega 12 þúsund fleiri farþegar en í febrúar í fyrra. Aukningin nemur 7,9 prósentum á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Þar kemur fram að frá áramótum hafa tæplega 308 þúsund erlendir farþegar farið úr landi um Keflavíkurflugvöll. Aukningin nemur 8,2 prósent á milli ára.

Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í febrúar en þeim sem fjölgar mest eru Austur-Evrópubúar og Asíubúar. „Í heild hefur fjöldi brottfara í febrúar meira en þrefaldast á undanförnum fimm árum.“

Á meðfylgjandi súluriti, sem byggir á tölum Ferðamálastofu, má sjá að hlutdeild breskra farþegar hefur minnkað statt og stöðugt undanfarin ár. Það sama má segir um Norðurlandabúa.

Í tilkynningu Ferðamálastofu er stuttlega vikið að utanlandsferðum Íslendinga. „Um 40 þúsund Íslendingar fóru utan í febrúar í ár eða 14,4% fleiri en í febrúar 2017. Samtals voru brottfarir Íslendinga í janúar og febrúar um 70 þúsund talsins eða 9,4% fleiri en á sama tímabili árið 2017.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Ferðamennska

Airbnb þjarmar að hótelrekstri á Íslandi

Innlent

​Munu verja krónuna gegn útstreymi aflandskróna

Innlent

Við­skipta­hraðlinum Til sjávar og sveita komið á fót

Auglýsing

Nýjast

Iceland Seafood vill á aðalmarkað Kauphallar

Brunaútsala á öllu flugi hjá WOW

Mentis réttur eigandi að hlut í RB

Hreint styrkir Votlendissjóð á afmælisdaginn

Ásmundur setur Bríeti á laggirnar

Helga Hlín segir sig úr til­nefningar­nefnd VÍS

Auglýsing