Innlent

Fer fram á nauðungarsölu á Hótel Adam

Íslandsbanki hefur farið fram á að fasteignanúmer á Skólavörðustíg 42, þar sem Hótel Adam er til að mynda til húsa, verði sett á nauðungarsölu.

Um er að ræða sex fasteignanúmer og nemur fjárhæð hverrar kröfu í kringum 25 milljónir. Fréttablaðið/Anton Brink

Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. Í húsinu rekur Hótel Adam starfsemi sína, en það var töluvert til umfjöllunar fjölmiðla á sínum tíma.

Tilkynningin var birt í Lögbirtingablaðinu í dag en þar segir enn fremur að verði ekki búið að ganga frá greiðslum fyrir 14. júní verði húsið selt á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Fasteignanúmerin eru sex talsins og nemur fjárhæð hverrar kröfu í kringum 25 milljónum króna. Eigandi fasteignanna er R. Guðmundsson, rekstraraðili og eigandi hótelsins.

Hótel Adam komst fyrst í fréttirnar fyrir rúmum tveimur árum þegar upp komst að gestum væri ráðlagt að drekka ekki vatn úr krönum á hótelinu. Raunar var þeim ráðlagt að kaupa sér flöskur sem hótelið fyllti sjálft af kranavatni.

Eftirlitsmenn frá Eflingu stéttarfélagi fóru í eftirlitsferð á hótelið um svipað leyti og kom þar í ljós að annar af tveimur starfsmönnum sem þá voru á vakt var ekki með vinnustaðaskírteini að því er kemur fram í frétt RÚV um málið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nýsköpun

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Viðskipti

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Auglýsing

Nýjast

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Telia kaupir Bonnier fyrir 106 milljarða króna

Stjórnendur stálrisa sóttir til saka

Minni fólksfjölgun á milli ára

Auglýsing