Eftir­lits­stofnun EFTA (ESA) sendi í dag form­legt á­minningar­bréf til Ís­lands þar sem kallað er eftir því að Ís­land fylgi EES-reglum sem kveða á um kröfur til hrá­efnis sem notað eru við fram­leiðslu fiski­lýsis. Í til­kynningu kemur fram að einnig sé gerð krafa um að Ís­land bæti opin­bert eftir­lit með fram­leiðslu á fiski­lýsi eða fiski­mjöli sem ekki er ætlað til mann­eldis.

ESA gerði út­tekt á Ís­landi í maí 2017 til að meta opin­bert eftir­lit sam­kvæmt kröfum EES um fóður­öryggi. Þar kom í ljós að opin­bert eftir­lit með fram­leiðslu á fiski­lýsi væri ó­full­nægjandi. Í kjöl­far út­tektarinnar sendi ESA fjöl­mörg bréf sem ekki fengust full­nægjandi svör við.

Tveir mánuðir til að svara

Því sendi ESA form­lega á­minningar­bréf til Ís­lands í dag en þau hafa komist að þeirri niður­stöðu að Ís­land hafi ekki með full­nægjandi hætti tryggt með opin­beru eftir­liti að fram­leiðsla í starfs­stöðvum sem fram­leiða bæði fiski­lýsi til mann­eldis og fiski­mjöl- og lýsi sem ekki er ætlað til mann­eldis, upp­fylli kröfur um hollustu­hætti mat­væla.

Form­legt á­minningar­bréf er fyrsta skrefið í samnings­brota­ferli gegn EES EFTA-ríki. Ís­land hefur nú tvo mánuði til að koma sjónar­miðum sínum á fram­færi áður en ESA á­kveður hvort fara skuli lengra með málið

Þar segir einnig að Ís­landi beri skylda sam­kvæmt EES-reglum að tryggja að hrá­efni og fram­leiðslu­ferlar á starfs­stöðvum sem fram­leiða jafnt fisk­lýsi til mann­eldis og fiski­mjöl og –lýsi sem ekki er ætlað til mann­eldis upp­fylli strangar kröfur um hollustu­hætti mat­væla, til þess að forðast kross­mengun og tengda á­hættu gagn­vart al­manna­heil­brigði.

Að auki er í til­kynningu frá ESA bent á að árið 2017 sam­þykkti Ís­land lög­gjöf sem stangast á við reglur EES um hrá­efni sem notuð eru við fram­leiðslu á fisk­lýsi.

Form­lega á­minningar­bréfið má nálgast hér.