Félög sem Samherji er stór hluthafi í, Eimskip og Hagar, leiða lækkunina á hlutabréfamarkaði í morgun. Eimskip hefur lækkað um 2,3 prósent og Hagar um 1,1 prósent. Þá hafa Arion og Sjóvá hafa lækkað um eitt prósent. Skeljungur er eina félagið sem hefur hækkað það sem af er í degi eða um 1,6 prósent.

Fram kom í fréttaskýringarþættinum Kveiki í Ríkissjónvarpinu og í Stundinni að stjórnendur Samherja hafi greitt stjórnmálamönnum og samstarfsmönnum þeirra mútur til að komast yfir ódýrari sjófrystikvóta á hrossamakríl.

Samherji er kjölfestufjárfestir í Eimskip með um 27 prósenta hlut. Útgerðin er sjötti stærsti hluthafi Haga með 4,2 prósenta hlut.