Félag Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingabankans JP Morgan í London, hagnaðist um 246 milljónir króna árið 2020. Árið áður nam hagnaðurinn 105 milljónum króna.

Eigið fé Vindhamars, fjárfestingafélags Kára Guðjóns, jókst í 1,7 milljarða króna á árinu 2020 úr 103 milljónum árið áður. Aukninguna má einkum rekja til 1,3 milljarða króna hlutafjáraukningar. Fram kemur í ársreikningi að 828 milljón króna skuld við eiganda hafi verið breytt í hlutafé. Félagið var skuldlaust við árslok 2020.

Eignir Vindhamars í ýmsum skráðum félögum í kauphöll voru bókfærðar á 585 milljónir og eignarhlutir í óskráðum félögum á 857 milljónir króna. Á meðal óskráðra eigna eru hlutir í Stoðum og Múrbúðinni. Nefna má eins prósenta hlut í VÍS á meðal skráðu eignanna. Markaðsvirði hlutarins nú er um 400 milljónir króna.