For­setar, leið­togar heims og aðrir stjórn­mála­menn sem nota Twitter til að hóta eða ógna öðrum gætu lent í því að við­varanir verði settar við færslur þeirra á sam­fé­lags­miðlinum.

Twitter kynnti nýja skilmála sína í dag í kjöl­far þess að mikill fjöldi að­gerða­sinna og al­mennings hafa kvartað undan því að for­seti Banda­ríkjanna, Donald Trump, hafi fengið, ó­á­reittur, að á­reita og hóta ó­vinum sínum þannig að það geti leitt til of­beldis.

Héðan í frá munu því færslur sem Twitter skil­greinir að varði al­manna­hags­muni, en brjóti á skil­málum miðilsins, verði faldar með við­vörun sem lýsir brotinu og á­stæðum Twitter fyrir því að fela færsluna. Not­endur verða svo að velja sjálf hvort þau vilji sjá skila­boðin með því að þrýsta á við­vörunina.

Twitter segir að reglurnar eigi við um alla em­bættis­menn, fram­bjóð­endur og aðrar opin­berar per­sónur sem eru með fleiri en 100 þúsund fylgj­endur.

Breytingarnar munu lík­lega ekki vekja mikla gleði hjá Trump en hann hefur í­trekað kvartað yfir því að sam­fé­lags­miðlar séu hlut­drægir gagn­vart honum og öðrum í­halds­mönnum.

Í reglum Twitter segir að bannað sé að hóta mann­eskju eða hópi of­beldi, að bannað sé að mark­visst á­reita ein­hvern eða hvetja aðra til þess, með því að til dæmis óska þeim meins. Þá er hatur­s­orð­ræða gegn kyn­þáttum, kyni og öðrum hópum bönnuð, auk þess sem bannað er að ýta undir hryðju­verk.

Opinberar persónur undanskildar hingað til

Opin­berar per­sónur hafa lengi vel ekki þurft að fylgja þessum reglum og hefur Twitter sagt að með því að birta um­deild um­mæli frá stjórn­mála­mönnum hvetji þau til um­ræðu og að­stoði við að draga þau til á­byrgðar.

Að­gerðarinnar hafa þó tekið lítið mark á því og hafa lengi kallað eftir því að Trump verði fjar­lægður af miðlinum vegna of­beldis­hegðunar hans. Margir kvörtuðu í vikunni eftir að Trump lýsti því hvernig hann ætlaði að bregðast við árás frá Íran. Aðrir stjórn­mála­menn hafa einnig í gegnum tíðina verið gagn­rýnd. Svo sem franski stjórn­mála­maðurinn Marine Le Pen árið 2018 þegar hún birti of­beldis­myndir frá íslamska ríkinu og for­seti Brasilíu, Jair Bol­sonaro, þegar hann birti mynd­band af karl­manni að míga á haus annars manns í karni­val teiti.

Mátt kalla einhvern lúsablesa og hund

Móðganir, háð og spott falla þó á grátt svæði. Að kalla ein­hvern „lúsa­blesa“, „hund“, eða „al­geran aula“ eins og Trump hefur oft gert er ekki endi­lega brot á skil­málum en „mark­viss á­reitni“ er það og að móðga ein­hvern oft getur því talist sem brot á skil­málum.

Nýju skil­málarnir munu ekki vera aftur­virkir, heldur að­eins gilda um nýjar færslur. Twitter sagði að em­bættis­menn og aðrir gætu enn birt færslur sem væru svo sví­virði­legar að það kallaði á að þær væru fjar­lægðar. Bein hótun myndi til dæmis kalla á það.

Við­varanir verða settar á færslur af fólki sem kemur úr öryggis- og laga­t­eymum innan fyrir­tækisins, og starfs­fólki sem vinnur á þeim svæðum sem færslan er birt. Þegar færslan hefur verið merkt með slíkri við­vörun þá kemur hún ekki upp í „öruggri leit“, í til­kynningum, leitar­hluta síðunnar eða öðrum hluta miðilsins þar sem færslur eru aug­lýstar eða gerðar á­berandi með öðrum hætti.

Greint er frá á AP News.