Um­svif á fast­eigna­markaði hafa dregist saman í sumar, að því er fram kemur í nýjum tölum Mann­virkja­stofnunar. Það á við um allt land.

Á höfuð­borgar­svæðinu voru gefnir út 632 kaup­samningar í júlí saman­borið við 794 í júní og 1106 í mars þegar met var slegið í fjölda kaup­samninga í stökum mánuði.

Í ná­grenni höfuð­borgar­svæðisins er fjöldi kaup­samninga enn þá mikill í sögu­legu sam­hengi, en fer þó minnkandi, sam­kvæmt saman­tekt stofnunarinnar. Úti á landi voru gefnir út 198 samningar í júlí en 228 í júní sem nemur 13 prósenta sam­drætti á milli mánaða.

Í ná­grenni höfuð­borgar­svæðisins voru gefnir út 207 samningar í júlí en 216 mánuðinn á undir sem merkir ríf­lega 4 prósenta sam­drátt frá mánuðinum á undan.