Rúmlega helming veltu á hlutabréfamarkaði í dag eða 54 prósent má rekja til viðskipta með bréf fasteignafélaganna þriggja sem reka atvinnuhúsnæði.

Eik hækkaði um 3,9 prósent í 233 milljón króna veltu, Reginn hækkaði um 2 prósent í 261 milljón króna veltu og Reitir hækkaði um 1,8 prósent í 408 milljón króna veltu.

Skeljungur lækkaði um 1,2 prósent í níu milljón króna veltu, Sjóvá um 1,1 prósent í fimm milljón króna veltu og Sýn um 1 prósent í 54 milljón króna veltu.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4 prósent.