Gwendoline Cazena­ve, fram­kvæmda­stjóri Eurostar, segir að lestir fyrir­tækisins ferji nú 30 prósentum færri far­þega á milli Bret­lands og Parísar en 2019. Hún segir að aukið landa­mæra­eftir­lit sökum Brexit hafi skapað flösku­háls við lestar­stöðvarnar.

Eurostar býður upp á 14 dag­legar lestar­ferðir á milli London og Parísar, en fyrir Brexit og Co­vid voru þær ferðir 18 talsins. Fram­kvæmda­stjórinn segir fyrir­tækið ekki hafa getuna til að bæta við fleiri ferðum.

„Helsta vanda­málið eru nýju reglurnar sem við þurfum að fylgja þegar far­þegar ferðast á milli Bret­lands og Evrópu­sam­bandsins. Þar að auki hafði Co­vid mikil á­hrif á starfs­manna­fjölda okkar,“ segir Gwendoline.

Fram­kvæmda­stjórinn segir það mark­mið Eurostar að vera bak­hjarl í ferða­lögum milli evrópskra stór­borga eins og London, Parísar, Amsterdam og Brussel. Gwendoline vonast til að geta leyst vanda­málin við stöðvarnar en bjóða jafn­framt upp á sömu þjónustu og áður, ef ekki betri.