Gwendoline Cazenave, framkvæmdastjóri Eurostar, segir að lestir fyrirtækisins ferji nú 30 prósentum færri farþega á milli Bretlands og Parísar en 2019. Hún segir að aukið landamæraeftirlit sökum Brexit hafi skapað flöskuháls við lestarstöðvarnar.
Eurostar býður upp á 14 daglegar lestarferðir á milli London og Parísar, en fyrir Brexit og Covid voru þær ferðir 18 talsins. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækið ekki hafa getuna til að bæta við fleiri ferðum.
„Helsta vandamálið eru nýju reglurnar sem við þurfum að fylgja þegar farþegar ferðast á milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þar að auki hafði Covid mikil áhrif á starfsmannafjölda okkar,“ segir Gwendoline.
Framkvæmdastjórinn segir það markmið Eurostar að vera bakhjarl í ferðalögum milli evrópskra stórborga eins og London, Parísar, Amsterdam og Brussel. Gwendoline vonast til að geta leyst vandamálin við stöðvarnar en bjóða jafnframt upp á sömu þjónustu og áður, ef ekki betri.