Far­aldur Co­vid-19 hefur lagst einna þyngst á flug­fé­lög þar sem ferða­tak­markanir hafa verið í gildi til að stemma stigu við honum. Darren Hulst, fram­kvæmda­stjóri hjá banda­ríska flug­véla­fram­leiðandanum Boeing, telur að fjöldi flug­far­þega í árs­lok 2023 eða í árs­byrjun 2024 verði sá sami og var árið 2019, áður en far­aldurinn hófst.

Fjöldi flug­far­þega í al­þjóða­flugi hefur dregist saman um 74 prósent miðað við 2019 en mun minni sam­dráttur hefur verið í innan­lands­flugi, um 16 prósent. „Í raun voru tvö vaxtar­ár þurrkuð út af far­aldrinum,“ segir Hulst.

Hann er þó von­góður á fram­haldið en Boeing spáir því að fjöldi flug­véla í far­þega­flugi muni aukast úr 26 þúsund árið 2019 í 50 þúsund árið 2040. Um 90 prósent þeirra verða nýjar vélar. Auk þess spáir fyrir­tækið því að flug­iðnaðurinn allur verði um níu trilljón dollarar að stærð innan næsta ára­tugar.

Tími til að gefa í

„Þetta er frekar já­kvætt og segir okkur að tími sé til kominn að undir­búa okkur fyrir vöxt,“ segir hann. Fram undan sé mikil endur­nýjun í flug­flotanum á heims­vísu og því fylgi aukin eftir­spurn eftir flug­vélum Boeing.

Fyrir­tækið hóf af­hendingu 737 Max-véla í nóvember eftir að flug með þeim voru bönnuð eftir tvö ban­væn flug­slys þar sem mörg hundruð manns létust. Boeing hefur aukið fram­leiðslu­getu sína að undan­förnu á sama tíma og það tæmir lager sinn sem taldi um 400 vélar sem ekki voru af­hentar vegna bannsins. Búist er við því að þær verði allar af­hentar fyrir lok næsta árs.

Vaxtar­tími er sömu­leiðis fram undan í frakt­flugi. Í far­aldrinum hafa frakt­flutningar með flugi aukist gríðar­lega og spáir Boeing mikilli aukningu í sölu slíkra véla. Það gerir ráð fyrir um 70 prósenta aukningu í fjölda frakt­flug­véla fyrir árið 2040, úr 1000 flug­vélum árið 2019 í 3500. Marc Allen, yfir­maður stefnu­mótunar hjá Boeing, segir fyrir­tækið nú undir­búa að mæta þessari auknu eftir­spurn með því að byggja upp fram­leiðslu­línur þar sem eldri far­þega­flug­vélum er breytt í frakt­flutninga­vélar.

Max 737-vélar Icelandair.