Icelandair Group birti í Kaup­höll í dag mánaðar­lega flutninga­tölur fyrir­tækisins. Þar kemur fram að far­þegum fjölgar á­fram og sæta­fram­boð eykst jafnt og þétt. Heildar­far­þega­fjöldi fé­lagsins í innan­lands- og milli­landa­flugi á árinu er nú meira en 1,3 milljónir og fjölgað um rétt rúm 50 prósent á milli ára.

„Það er á­nægju­legt að sjá þann vöxt sem hefur orðið í flug­á­ætlun og starf­semi Icelandair Group á árinu. Milli­landa­flug hefur aukist jafnt og þétt og innan­lands­flugið er nú á svipuðum stað og fyrir far­aldurinn. Þá höfum við séð tölu­verða aukningu í frakt­flutningum og nú undir lok árs erum við að sinna spennandi verk­efnum í leigu­flugi.

Nú­verandi staða far­aldursins hefur haft á­hrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunar­staða er þó al­mennt sterk og við munum á­fram nýta þann sveigjan­leika sem við höfum til að laga okkur að að­stæðum hverju sinni. Starfs­fólk fé­lagsins hefur staðið sig með ein­dæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verk­efni eða sinna fyrir­taks þjónustu við við­skipta­vini á tímum þar sem ferða­lög hafa verið flókin“, segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair í til­kynningu frá fé­laginu.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Dregið hefur verið mjög úr ferða­tak­mörkunum vegna Co­vid-19 á undan­förnu ári og ferða­mennska aukist víða um heim og er Ís­land þar ekki undan­skilið. Banda­rísk landa­mæri voru lokuð evrópskum ferða­mönnum fyrstu viku nóvember­mánaðar en þegar opnað var fyrir að­gengi bólu­settra ferða­manna, eftir um ára­langt ferða­bann, jókst sæta­nýtingin til muna.

Heildar­fjöldi far­þega í innan­lands- og milli­landa­flugi í nóvember síðast­liðnum var um 170.000, saman­borið við um 13.000 far­þega í nóvember 2020 og um 283.000 í nóvember 2019, síðasta heila rekstrar­ár fyrir heims­far­aldurinn. Heildar­fram­boð í nóvember­mánuði var um 63 prósent af fram­boði sama mánaðar ársins 2019.

Sæta­nýting í milli­landa­flugi var 71 prósent, saman­borið við 32 prósent í nóvember í fyrra og 79 prósent í nóvember 2019.

Far­þegar í innan­lands­flugi voru um 19.000 saman­borið við 6.000 í nóvember 2020 og 21.000 í nóvember 2019. Far­þega­fjöldi í innan­lands­flugi er orðinn nánast sam­bæri­legur við það sem var fyrir far­aldurinn. Það sem af er ári hafa 78 prósent fleiri far­þegar flogið innan­lands en á sama tíma­bili árið 2020.

Fjöldi seldra blokk­tíma í leigu­flugi jókst um 96 prósent saman­borið við nóvember 2020. Frakt­flutningar jukust um 26 prósent á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24 prósent miðað við sama tíma í fyrra.