WOW air flutti 160 þúsund far­þega til og frá landinu í janúar eða um 26 prósent færri far­þega en í janúar árið 2018. Þá var sæta­nýting fé­lagsins 80 prósent en var 88 prósent í sama mánuði á síðasta ári.

Einnig fækkaði fram­boðnum sætum um 19 prósent á milli ára. Hlut­fall tengi­far­þega stóð í stað á milli ára og var 51 prósent í janúar. 

Í til­kynningu fé­lagsins segir að flogið verði til 26 á­fanga­staða í Evrópu og Norður Ameríku, þar með talið Boston, Was­hington DC, New York, Detroit, Tor­onto og Mont­real. Þá hefst aftur á­ætlunar­flug til Tel Aviv í júní.